Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Ferðaþjónustan Mjóeyri komin með logo

Þá er ferðaþjónustan Mjóeyri loksins komin með logo, sem sænski hönnuðurinn Daniel Byström gerði

Mjóeyri logo

Á döfinni

Páskafjör í Fjarðabyggð 18. - 22. apríl 
Dagskrá kemur síðar

 

Sjómannadagshelgin á Eskifirði 30.maí - 2. júní
Dagskrá kemur síðar

Gönguvikan 2019 verður dagana 22. - 29. júní  
Nánari dagskrá kemur síðar

 

Bæjarhátíðin Útsæðið verður dagana 17. - 19. ágúst

Gönguvikan 2018

Göngu og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

 Á fætur í Fjarðabyggð

23.-30. júní. 2018

 

Laugardagur 23.júní

Kl. 10:00.
1.Göngu og bátsferð á Barðsneshorn skór skór
Mæting við Safnahúsið(rautt hús) í Miðbæ Neskaupstaðar þaðan sem bátur flytur fólk að Barðsnesi.
1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes.ca.15 km.
Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson.6986980
2. Gengið frá Barðsnesbænum og út í Mónesskarð. Þaðan að Rauðubjörgum og inn að Barðsnesi aftur. Rólegheita ganga.
Fararstjóri Laufey Sveinsdóttir, 8633623.

Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.
Verð kr. 5.000.
2.500kr.fyrir 16 ára og yngri. (bátsferð innifalin í verðinu).

Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, 698 6980 eða email address has been masked , fyrir kl. 12.00 föstudaginn 22. júní.

Kl. 21:00
Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði
Þórunn Erna Clausen sér um fjörið.
Verð kr. 1.000.

 

Sunnudagur 24.júní

Kl. 9:00
2. Gönguferð Norðfjörður-Miðstrandarskarð-Mjóifjörður (700m)  skór skór skór
Mæting kl 9:00 við minnisvarðann um snjóflóðin í Neskaupstað.
Gengið upp í Miðstrandarskarð og þaðan um Lokatind og Gilsárdal að Reykjum í Mjóafirði.
Mjög skemmtileg ganga með einstöku útsýni.
Þeir sem ætla að nýta sér bátinn til baka verða að skrá sig hjá fararstjóra í upphafi ferðar.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson, 698-6980.
Verð krónur 5.000.- Bátsferðin innifalin.

Kl.15.00
Bátsferð frá Norðfirði að Reykjum í Mjóafirði og svo þaðan að Brekku og til baka á Norðfjörð eftir kvöldvökuna í Sólbrekku.
Mæting við Safnahúsið (Rautt hús) í miðbæ Neskaupstaðar.
Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Verð krónur 6.000. og kr.3.000 fyrir 16 ára og yngri. Bátsferð,og gönguferð innifalin í verði.
Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferð fyrir kl 12.00 sunnudaginn 24 Júní,
hjá Guðröði Hákonar 8611498 takmarkaður fjöldi kemst í þessa ferð. Takmarkað sætaframboð.

Kl.16.00
3. Gönguferð við Reyki í Mjóafirði.
Mæting við Höfnina í Brekkuþorpi Mjóafirði.
Báturinn tekinn yfir fjörðinn frá höfninni í Brekku þorpi.
Fararstjóri Ólafur H. Wium 8494843.
Verð krónur 2.000.- bátsferðin innifalin.


Kl.19.00
Kvöldvaka og veitingar í Sólbrekku Mjóafirði í umsjá heimamanna.
Verð krónur 1.500. - veitingar innifaldar í verði.


Kl 20.30
Báturinn tekin til baka á Norðfjörð.

 

Mánudagur 25.júní

Kl. 10:00.
4.Grákollur 772m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)  skór skór skór
Mæting við Hrafná utan við Helgustaðarnámu.
Gengið upp með Hrafnánni og eftir Eydalafjalli að tindinum.
Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.
Verð kr. 2.000.

Kl. 18:00
5. Fjölskylduganga upp með Stóralæk að Stóralækjar fossi.  skór
Mæting við heimkeyrsluna heim að Sigmundarhúsum við norðanverðan Reyðarfjörð.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980
Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna.

Kl. 20.00
Kvöldvaka í hvamminum við Stóralæk út og niður af Sigmundarhúsum í boði Landsbankans.
Lifandi tónlist og veitingar.

 

Þriðjudagur 26.júní

Kl. 10:00
6. Bunga 805m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni).  skór skór skór
Mæting við bæinn Þernunes við sunnaverðan Reyðarfjörð.
Gengið inn Breiðdal og þaðan á fjallið.
Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.
Verð kr. 2.000.

Kl. 18.00
Allir að horfa á HM. Ísland – Króatía inn í félagsheimilinu Valhöll þar sem leikurinn er sýndur á risatjaldi.

Kl. 20:30
7. Fjölskyldu kvöldanga upp með Eyrará í Reyðarfirði.  skór
Mæting við eyðibýlið Eyri við sunnanverðan Reyðarfjörð.
Gengið upp með Eyraránni að austanverðu og niður með henni að Vestanverðu. Gil og fosssar í ánni skoðaðir.
Fararstjóri Þóroddur Helgason, 8608331.
Verð krónur 1.000

Kl. 21:30
Kvöldvaka á Eyri við sunnanverðan Reyðarfjörð.
Lifandi tónlist og varðeldur.
Kvöldvakan er í boði Egersund Iceland. 

 

 

Miðvikudagur 27.júní

 Kl. 10:00
8. Skúmhöttur 881m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni) skórskórskór
Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð kl 9:00 þar sem sameinast er í bíla.
Gangan heftst við bæinn Vöðla í Vöðlavík. Gengið upp Tregadal og þaðan á fjallið.
Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.
Verð krónur 2.000.

 

kl.18:00
9. Fjölskyldu ganga inn Seldal í Norðfirði.
Mæting við Eyðibýlið Seldal í Norðfirði.
Gengið inn með ánni og fossar og gilið skoðað.
Fararstjóri Sigurbjörg Hákonardóttir, 8931583.
Verð krónur 1.000

 

Kl 20.00
Kvöldvaka í boði Síldarvinnslunnar í Jónshúsi í Seldal.
Lifandi tónlist, sögur og veitingar í umsjá Ferðafélags Fjarðamanna.

 

Fimmtudagur 28.júní 

Kl. 10:00
10. Hallberutindur 1118m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni) skórskórskórskór
Mæting við Gangnamunna Fáskrúðsfjarðargangna, Fáskrúðsfjarðar megin.
Gengið af Stuðlaheiðar dals vegi upp innri Þverárdal og þaðan á fjallið.
Fararstjóri Þóroddur Helgason, 8608331.
Verð kr. 1.000.
Kl. 17.30

11. Fjölskyldu ganga inn að Hrútárfossi í Dölum. skórskór
Mæting við Bæinn Dali Fáskrúðsfirði sunnan Fáskrúðsfjarðargangna.
Gengið inn Dalinn að Hrútá og farið á bak við Hrútárfoss.
Fararstjóri Ármann Elísson, 8689589.
Verð kr. 1.000.

 

Kl. 20.00
Kvöldvaka í Norðurljósa húsi Íslands og Franska safninu á Fáskrúðsfirði.
Kvöldvaka og veitingar í umsjá Göngufélags suðurfjarða.
Verð kr.1.000

 

Föstudagur 29.júní 

Kl. 10:00
12. Goðatindur 912m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni) skórskór
Mæting við skíðaskálann í Oddsskarði.
Hátíðleg stund í lokin, þar sem verið er að klára fjöllin fimm í gönguvikunni.
Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 8647694.
Verð kr. 2.000.

 

Kl. 14.00
13. Fjölskyldu fjallganga á Sellátratind. skór

Mæting við skíðaskálann í Oddsskarði.
Gengið frá skíðaskálanum og upp Sellátradal og þaðan út á tindinn.
Þetta er jafnframt síðasta gangan í göngugarpaleik gönguvikunnar.
Fararstjóri Sædís Eva Birgisdóttir, 8461783.

 

Kl. 20:00
Sjóræningjakvöldvaka á Mjóeyri við Eskifjörð. pirate
Lifandi tónlist, varðeldur, fjársjóðsleit og fleira 
skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri.

Aðgangur ókeypis.

 

Laugardagur 30. Júní

 

Kl. 10:00
14. Víkurheiði-Hellisfjörður-Viðfjörður-Vöðlavík skórskórskór
Mæting á Víkurheiði á leiðinni til Vöðlavíkur.
Gengið af heiðinni og upp á Náttmálahnjúk. Þaðan um Jónsskarð, Kvígindisdal og Vindhálsöxl að Karlstöðum í Vöðlavík.
Leiðsögumaður: Sævar Guðjónsson, 698 6980.
Verð kr.3.000

 

kl 15:00 
15. Ímadalur Vöðlavík. skór

Mæting við eyðibýlið Ímastaði í Vöðlavík. (4x4)
Gengið upp að Ímafossi og þaðan upp í dalinn að Ímagati og vatni í dalnum.
Veitingar á Karlstöðum í lok ferðar.
Fararstjóri Guðni Geirsson, 8457977.
Verð krónur 1.000.

 

Kl. 20:00
Lokakvöldvaka á Mjóeyri í boði TM og Eskju
Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veittar viðurkenningar Gönguvikunnar og fleira.
Aðgangur ókeypis. Nánar auglýst síðar.

 

Kl. 22.00 – 01.00
Sjóhúspartí á Randulffs sjóhúsi. háhælaðir háhælaðir
Andri Bergmann Þórhallsson sér um fjörið.
18 ára aldurstakmark.
Aðgangur kr. 1.000

 

Allar gönguferðirnar eru tölusettar og á göngukortinu 

Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar
Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Tanna Travel á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar. Kortið kostar 15.000 kr.

 

Hægt er að kaupa göngukort Ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum.
Neskaupstaður: Fjarðasport, Nesbær og Hótel Edda
Eskifjörður: Randulffs-sjóhús, Shell skálinn og Ferðaþjónustan Mjóeyri.
Reyðarfjörður: Söluskáli Olís, Veiðiflugan og Íslandspóstur.
Stöðvarfjörður: Brekkan
Mjóifjörður: Sólbrekka
Egilsstaðir: Upplýsingamiðstöð ferðamanna

 

Fyrir unga göngugarpa:

 

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.
Börn 12 ára og yngri geta hlotið nafnbótina Göngugarpur Gönguvikunnar með því að fara í allar fjölskyldugöngurnar sem eru á virku dögunum í gönguvikunni og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.
Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar í fimm fjalla leiknum og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.

 

Náttúrfræðinámskeið fyrir 7-10 ára á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri verður alla virku dagana frá kl. 9.30 – 12.30.
Skemmtilegt og fræðandi námskeið. Börn göngugarpa hafa forgang að námskeiðinu.
Börnin fá viðurkenningu fyrir þátttökuna á lokakvöldvökunni.
Skráning er hjá Berglindi í síma 4771247 / 6960809 eða með pósti á email address has been masked

 

Fjallagarpur gönguvikunnar:
Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjali er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu og gleðivikunnar, fyrir afrekið. Unglingar, fimmtán ára og yngri fá einnig viðurkenningu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali. Börn og unglingar verða að vera í fylgd fullorðinna.

 

Gönguvikufjöllin fimm eru:
Grákollur. 772m, Bunga 805m,Skúmhöttur 881m,Hallberutindur 1118 og Goðatindur 912m.

 

Sundlaugar í Fjarðabyggð:
Norðfjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, pottum, gufubaði, líkamsræktarstöð og frábærri sólbaðsaðstöðu. Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.
Eskifjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarstöð. Opið virka daga frá 06:30-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00.
Stöðvarfjörður: Lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá 13:00-19:00, á laugardögum frá
13:00-17:00 og á sunnudögum frá 13:00-17:00.

hiking iceland eskifjordur mjoeyri travel east 19

 

24m2 hús

24m2 húsin voru byggð 2014 og eru með frábært útsýni yfir fjörðinn.
Niðri eru tvö 90cm rúm og sófi sem hægt er að breyta í tvöfalt rúm, einnig er eldhús og baðherbergi með sturtu.
Uppi er svefnloft með dýnum.
Internetaðgangur, sjónvarp og útvarp með geislaspilara.

cottage eskifjordur iceland house  1

cottage eskifjordur iceland house  2

 

cottage eskifjordur iceland house  3

cottage eskifjordur iceland house  4

cottage eskifjordur iceland house  4

 

cottage eskifjordur iceland house  5

cottage eskifjordur iceland house  6

 

cottage eskifjordur iceland house  7

cottage eskifjordur iceland house  8

mjoeyri travel service iceland eskifjordur east  37

mjoeyri travel service iceland eskifjordur east paragliding 4

Smelltu hér til að sjá 39m2 húsin

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar