Gisting

Á Mjóeyrinni bjóðum við þér upp á ýmsa gistimöguleika.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Afþreying

Við bjóðum uppá skipulagðar ferðir, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og fleira til. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar

Randulffssjóhús

Við getum tekið á móti allt að 80 manns í veitingasal í stórskemmtilega sögulegu umhverfi. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Um okkur

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Steinu Ingvarsdóttur.
Við leggjum okkur öll fram við að gera dvöl þína og upplifun eins ánægjulega og við mögulega getum.

Á döfinni

Gönguvikan 2015

Göngu og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

 

Á fætur í Fjarðabyggð

20.-27. júní 2015Laugardagur 20.júní


Kl. 10:00.

1.Göngu og bátsferð á Barðsneshorn og Sandfell  577 m +

3 mismunandi útfærslur.

Mæting við Safnahúsið(rautt hús) í Miðbæ Neskaupstaðar þaðan sem bátur flytur fólk að Barðsnesi.

 1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes. Leiðsögumaður Laufey Sveinsdóttir.
 2. Gengið í Síðuskarð og þaðan á Sandfell. Komið við í Afréttarskarði í bakaleiðinni og eggin gengin út að Skollaskarði. Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson.
 3. Styttri söguganga á Barðsnesi með viðkomu í Skollaskarði á Vatnshól og við Rauðubjörg. Leiðsögumaður: Sigurborg Hákonardóttir.

Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð kr. 4.000 (bátsferð innifalin í verðinu).

 

Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, 698 6980 eða email address has been masked , fyrir kl. 12.00 föstudaginn 19. júní.

 

Kl. 20:00

2. Sólstöðuganga á Grænafell í Oddsdal

Mæting við upphaf gönguleiðarinnar um Op á Oddsdalnum.

Gengið frá bílastæðinu við Hengifossána og út með Rauðatindi og út á austurbrún Grænafells.

Frábært útsýni yfir Hellisfjörð, Oddsdal og Seldal. Þægileg ganga og ekki mikil hækkun.

Fararstjóri Þórður Júlíusson 8918036

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 21:00

Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði

Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð.

Verð kr. 1.000.

 

Sunnudagur 21.júní

 

Kl. 10:00

3. Gönguferð frá Viðfirði um Sandvík til Vöðlavíkur. (17 km)  

Mæting við Klifið innst í Viðfirði (4x4)

Gengið upp Súlnadal og um Nónskarð til Sandvíkur. Haldið hæð í víkinni, undir Skúmhetti og svo um Gerpisskarð, Gerpisdal, einstígi að eyðibýlinu Vöðlum í Vöðlavík.

Bílarnir sóttir í Viðfjörð.

Fararstjóri: Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð kr. 3.000.
Kl. 17:00
4. Fjölskylduganga í Vöðlavík

Mæting við Karlsstaði, skála Ferðafélags Fjarðamanna í Vöðlavík. (4x4)

Ekið frá skálanum og út að Vöðlum þaðan sem gengið er út á Landsenda. Minjar um útræði frá Vöðla höfn o.fl. skoðað.

Fararstjóri: Elías Jónsson, 8448570

Verð kr. 1.000

 


Kl 19:00

Strandpartý á sandinum í Vöðlavík.(4x4)

Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri og Ferðafélags Fjarðamanna.

Mæting við bergganginn Refshala, utan við eyðibýlið Vöðla á norðanverðum sandinum.

Varðeldur, sandkastalasmíði, leikir, og lifandi tólist.

Grillveisla.

 

Mánudagur 22.júní

 

Kl. 10:00.

5. Hólafjall  milli Seldals og Fannardals. 1001m. (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)  

Mæting við Bæinn Seldal í Norðfirði.

Gengið frá bænum um Selheiði og út á Hólafjallseyra þaðan sem gengið er á fjallið.  

Glæsilegt útsýni yfir Seldal, Fannardal og út Norðfjörð.

Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 1.500.

 

Kl. 17:30

6. Fjölskylduganga að Hólatjörnum í Fannardal Norðfirði.  

Mæting innan við Naumamel í norðanverðum Fannardal.

Gengið upp á Naumamelinn og þaðan upp með Hólatjörnum.

Tjarnirnar og lífið við þær skoðað og sögur sagðar.

Fararstjóri Laufey Sveinsdóttir 8633623

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 21:00

Kvöldvaka á Skorrastað í Norðfjarðarsveit

Í umsjá Ferðafélags Fjarðamanna og Skorrahesta.

Lifandi söngur og farið í leiki.

Veitingar í boði

Verð kr. 1.500.

 

Þriðjudagur 23.júní

 

Kl. 10:00

7. Fjallið Andri í Eskifirði. 901m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)  

Mæting við eyðibýlið Veturhús í norðanverðum Eskifjarðardal.

Gengið upp með Innri þverá upp í Þverárdal og þaðan upp suðurhorn fjallsins. Mjög mikið útsýni meðal annars yfir Eskifjörð, Eskifjarðarheiði, Harðskafa og jökulinn Fönn.

Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 1.500.

 

 

 

Kl. 17:15

8. Fjölskylduganga niður með Hellisá.

Mæting Hellisá við norðanverðan Reyðarfjörð þaðan sem sameinast er í bíla.

Kl.17.30 lagt af stað frá skíðaskálanum í Oddsskarði og gengið niður á Vegahnjúk neðst í Sellátradal.

Þaðan gengið niður með með Austurbrún árgilsins niður að Óskafossi sem er neðst í ánni. Hægt er að fara á bakvið fossinn og óska sér.

Bílarnir sóttir að Skíðaskálanum.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð í göngu kr. 1.000

 

Kl. 19:00

Kvöldvaka og grillveisla í gömlu réttinni við Hellisá.

Í umsjá Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð. Sögur sagðar, grill og kvöldvaka  Lifandi tónlist.Miðvikudagur 24.júní

 

Kl. 10:00

9.Fjallið Teigagerðistindur í Reyðarfirði. 919m(eitt af fjöllunum fimm í gönguvik)

Mæting við á Reyðarfirði.

Gengið upp frá Stríðsárasafninu og út með tindinum að Ljósárdal. Dalurinn genginn inn í botn og kíkt niður í Skotin Eskifjarðarmegin. Þaðan gengið út á tindinn. Mögulega gengið á Miðaftanstind í leiðinni.

Steinboginn í Teigagerðistindi skoðaður og svo haldið svipaða leið til baka.

Glæsilegt útsýni yfir Reyðarfjörð.

Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 1.500.

 

Kl. 17:30

10. Gönguferð við Geithúsaárgil fyrir alla fjölskylduna.

Mæting við Geithúsaárgilið Grænafellsmegin.

Gengið upp með gljúfrinu að vestan verðu og yfir ána ofan við gljúfrið.

Það haldið niður með gljúfrinu að austanverðu. Ægifagurt útsýni.

Fararstjóri: Sigurbjörn Marinósson  4741203.  

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 20.00

Kvöldvaka

 

 

 

 

Fimmtudagur 25.júní

 

Kl. 10:00

11. Gengið á fjallið Steðja í Stöðvarfirði. 722m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting á bílastæðið við tjaldsvæðið á Stöðvarfirði.

Gengið frá tjaldstæðinu og upp Klifbotna, meðfram Votabergi og upp undir Lambaskarð, þaðan sem gengið er meðfram brúnum fjallsins á tindinn.

Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 1.500.

Kl. 17.30
12.
Fjölskylduganga í Fáskrúðsfirði.

Mæting við Bæinn Dali í Fáskrúðsfirði.

Gengið inn frá bænum Dölum að Hrútá og til baka með Dalsá.

Fossar í ánni skoðaðir og farið á bakvið Hrútárfoss

Fararstjóri Ármann Elísson í Dölum 868 9589.

Verð kr. 1.000.

 

Kl. 20:30

Kvöldvaka og veitingar í Pálsbúð, Kolfreyjustað við norðanverðan Fáskrúðsfjörð.

.

 

Föstudagur 26.júní

 

13. Kl. 10:00

Gengið  á Svartafjall. 1021m  (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)  

Mæting á gamla Oddsskarðsveginn, Eskifjarðarmegin.

Gengið upp suðurhlíðar fjallsins  þar sem haldir verða Örtónleikar á toppnum.

Hátíðleg stund í lokin, þar sem verið er að klára fjöllin fimm.

Fararstjóri: Sævar Guðjónsson 698 6980

Verð kr. 1.500.

 

Kl. 15:00

14.Gönguferð af Vöðlavíkurheiði á Álffjall.   

Mæting á Vöðlavíkurheiði.

Gengið frá heiðinni út með Stórafelli og yfir Sléttuskarð að Álffjalli.

Glæsilegt útsýni yfir Reyðarfjörð, Vöðlavík og Karlsskálafjall.

Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980

Verð kr. 1.000.   

 

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Tónlistamiðstöð Austurlands Eskifirði.

Aðgangur  1000kr..

   

 

Laugardagur 27. júní

 

Kl. 09:00

15. Helförin. Gönguferð frá Eskifirði til Reyðarfjarðar (20km)  

Mæting við eyðibýlið Veturhús í norðanverðum Eskifjarðardal.

Gengið frá Veturhúsum inn dalinn, yfir Víná, Hrævarsskörð og Svínadal að Íslenska Stríðárasafninu á Reyðarfirði þar sem tekið er á móti göngugörpum.

Fararstjóri: Sævar Guðjónsson, 698 6980.

Verð kr. 2.500. Aðgangur að safninu innifalinn í verði.

 

 

Kl. 20:00

Vegleg lokakvöldvaka á Mjóeyri

Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veittar viðurkenningar Gönguvikunnar og fleira.

Grillveisla í boði Eskju.

Aðgangur ókeypis.

 

Kl. 21:30
Sjóhúspartí á Randulffs sjóhúsi.
 

18 ára aldurstakmark.

Aðgangur 1.000 kr.

 

 

Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar

Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Tanna travel á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar. Kortið kostar 15.000 kr.

 

Hægt er að kaupa göngukort Ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum.

Neskaupstaður: Fjarðasport, Nesbær og Hótel Edda

Eskifjörður: Randulffs-sjóhús, Shell skálinn og Ferðaþjónustan Mjóeyri.

Reyðarfjörður: Söluskáli Olís, Veiðiflugan og Íslandspóstur.

Stöðvarfjörður: Brekkan

Mjóifjörður: Sólbrekka

Egilsstaðir: Upplýsingamiðstöð ferðamannaFyrir börnin:

Náttúrunámskeið verður alla virku dagana frá Kl. 09:30-12:30 á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri. Forgang hafa börn ,,Göngugarpa” .  Nánari upplýsingar og bókanir hjá Berglindi, 696 0809 eða 477 1247.  

 

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar í fimm fjalla leiknum.Fjallagarpur gönguvikunnar:
Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjali er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu og gleðivikunnar, fyrir afrekið. Unglingar, fimmtán ára og yngri fá einnig viðurkenningu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali. Börn og unglingar verða að vera í fylgd fullorðinna.Gönguvikufjöllin fimm:
Hólafjall milli Seldals og Fannardals (1001 m), Andri í Eskifirði (901 m), Teigagerðistindur í Reyðarfirði 919m, Steðji í Stöðvarfirði 722m og Svartafjall við Oddsskarð 1021m.24m2 hús

24m2 húsin voru byggð 2014 og eru með frábært útsýni yfir fjörðinn.
Niðri eru tvö 90cm rúm og sófi sem hægt er að breyta í tvöfalt rúm, einnig er eldhús og baðherbergi með sturtu.
Uppi er svefnloft með dýnum.
Internetaðgangur, sjónvarp og útvarp með geislaspilara.

cottage eskifjordur iceland house 1

cottage eskifjordur iceland house 2

 

cottage eskifjordur iceland house 3

cottage eskifjordur iceland house 4

cottage eskifjordur iceland house 4

 

cottage eskifjordur iceland house 5

cottage eskifjordur iceland house 6

 

cottage eskifjordur iceland house 7

cottage eskifjordur iceland house 8

mjoeyri travel service iceland eskifjordur east 37

mjoeyri travel service iceland eskifjordur east paragliding 4

Smelltu hér til að sjá 39m2 húsin

Rómantísk helgi

Rómantísk helgi á Mjóeyri

14.-16.nóvember

 

Föstudagurinn 14.nóvember
Bílabíó á Mjóeyri Kl 18:00 og 20:00 ,,Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum“. Aðgangseyrir 500kr og 10.bekkur grunnskólans sér um sölu á poppi og fleiru góðgæti.
Pöbbastemming á Randulffs-sjóhúsi með Andra Bergmann frá kl 22-01
-ýmis tilboð á barnum og ,,Randulffs“ Rabbabara mojito.
Laugardagurinn 15.nóvember
Rómantískur 4ra rétta kvöldverður á Randulffs-sjóhúsi. Kokkarnir Sigurður Daði, kennari við kokka og veitingaskólann og Steinunn Diljá frá veitingastaðnum Satt, sjá um veitingar úr austfirsku eðal hráefni. Hjónin Dilly og Guðjón sjá um lifandi tónlist á meðan borðhaldi stendur. Verð 7500kr.  Borðabókanir í síma 4771247

Villibráðarsúpa

Hreindýr í þremur útfærslum, pate, rekt og tartar

Stökkur saltfiskur í bjórdeigi

Borið fram með sýrðum perlulauk og aioli

Brasseraður lambahryggur „ballontine“

Steinseljurót, gljáðar gulrætur, bernaise sósa

Súkkulaðimús „valrhona“
Vanilluís og appelsínu froða

 

Sunnudagurinn 16.nóvember
Kærleiksganga frá Mjóeyri að Randulffssjóhúsi. Mæting kl 17:00 á Mjóeyri. íbúar hvattir til að mæta með ljósker sem sleppt verða í upphafi göngu, og vasaljós eða kyndla til að ganga með. Einnig eru allir hvattir til að klæðast rauðu til að minna á kærleika. 
ATH Hægt er að kaupa ljósker í Snyrtistofunni Prýði (efri hæð Samkaups)
Í Randulffssjóhúsi verður m.a. ljóðaupplestur, ýmis söngatriði, turtildúfur bæjarins árið 2014 fá viðurkenningu og sýnd verður heimildarmynd um Eskifjörð sem gerð var 1974 í tilefni af 11.aldar afmæli Íslands. Veislustjóri verður María Hjálmarsdóttir
Þá verður skíðadeildin með sölu á dýrindis kjöt- og kakósúpu. Súpan verður seld á 1200kr með ábót og 500kr fyrir börn.  Ath. ekki posi á staðnum
J

       

Tilboð:
Gisting í húsi á Mjóeyri með morgunverðahlaðborði, aðgang að sauna og heitum potti og rómantískur kvöldverður á Randulffs 15.100kr á mann eða 12.100kr á mann í herbergi.  Auka nótt aðeins 3500kr á manninn
.

 

i agust. Vinnutiminn ...

Subcategories

Ferðaþjónustuaðilar