Gisting
Skíðafólk - Skíðaævintýri á Eskifirði
Ævintýrin eru sniðin að mismunandi þörfum hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa t.d yfir helgarferðir, Páska-, eða sólarhringsferðir.
Ævintýrin okkar henta jafnt fyrir brekkuskíði sem gönguskíði. Þá bjóðum við leiðsögn um fjöll og eyðifirði fyrir sleðamenn.
Gönguvikan 2018
Göngu og gleðivika fyrir alla fjölskylduna
Á fætur í Fjarðabyggð
23.-30. júní. 2018
Laugardagur 23.júní
Kl. 10:00.
1.Göngu og bátsferð á Barðsneshorn
Mæting við Safnahúsið(rautt hús) í Miðbæ Neskaupstaðar þaðan sem bátur flytur fólk að Barðsnesi.
1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes.ca.15 km.
Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson.6986980
2. Gengið frá Barðsnesbænum og út í Mónesskarð. Þaðan að Rauðubjörgum og inn að Barðsnesi aftur. Rólegheita ganga.
Fararstjóri Laufey Sveinsdóttir, 8633623.
Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.
Verð kr. 5.000.
2.500kr.fyrir 16 ára og yngri. (bátsferð innifalin í verðinu).
Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, 698 6980 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , fyrir kl. 12.00 föstudaginn 22. júní.
Kl. 21:00
Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði
Þórunn Erna Clausen sér um fjörið.
Verð kr. 1.000.
Sunnudagur 24.júní
Kl. 9:00
2. Gönguferð Norðfjörður-Miðstrandarskarð-Mjóifjörður (700m)
Mæting kl 9:00 við minnisvarðann um snjóflóðin í Neskaupstað.
Gengið upp í Miðstrandarskarð og þaðan um Lokatind og Gilsárdal að Reykjum í Mjóafirði.
Mjög skemmtileg ganga með einstöku útsýni.
Þeir sem ætla að nýta sér bátinn til baka verða að skrá sig hjá fararstjóra í upphafi ferðar.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson, 698-6980.
Verð krónur 5.000.- Bátsferðin innifalin.
Kl.15.00
Bátsferð frá Norðfirði að Reykjum í Mjóafirði og svo þaðan að Brekku og til baka á Norðfjörð eftir kvöldvökuna í Sólbrekku.
Mæting við Safnahúsið (Rautt hús) í miðbæ Neskaupstaðar.
Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Verð krónur 6.000. og kr.3.000 fyrir 16 ára og yngri. Bátsferð,og gönguferð innifalin í verði.
Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferð fyrir kl 12.00 sunnudaginn 24 Júní,
hjá Guðröði Hákonar 8611498 takmarkaður fjöldi kemst í þessa ferð. Takmarkað sætaframboð.
Kl.16.00
3. Gönguferð við Reyki í Mjóafirði.
Mæting við Höfnina í Brekkuþorpi Mjóafirði.
Báturinn tekinn yfir fjörðinn frá höfninni í Brekku þorpi.
Fararstjóri Ólafur H. Wium 8494843.
Verð krónur 2.000.- bátsferðin innifalin.
Kl.19.00
Kvöldvaka og veitingar í Sólbrekku Mjóafirði í umsjá heimamanna.
Verð krónur 1.500. - veitingar innifaldar í verði.
Kl 20.30
Báturinn tekin til baka á Norðfjörð.
Mánudagur 25.júní
Kl. 10:00.
4.Grákollur 772m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)
Mæting við Hrafná utan við Helgustaðarnámu.
Gengið upp með Hrafnánni og eftir Eydalafjalli að tindinum.
Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.
Verð kr. 2.000.
Kl. 18:00
5. Fjölskylduganga upp með Stóralæk að Stóralækjar fossi.
Mæting við heimkeyrsluna heim að Sigmundarhúsum við norðanverðan Reyðarfjörð.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980
Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna.
Kl. 20.00
Kvöldvaka í hvamminum við Stóralæk út og niður af Sigmundarhúsum í boði Landsbankans.
Lifandi tónlist og veitingar.
Þriðjudagur 26.júní
Kl. 10:00
6. Bunga 805m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni).
Mæting við bæinn Þernunes við sunnaverðan Reyðarfjörð.
Gengið inn Breiðdal og þaðan á fjallið.
Fararstjóri. Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.
Verð kr. 2.000.
Kl. 18.00
Allir að horfa á HM. Ísland – Króatía inn í félagsheimilinu Valhöll þar sem leikurinn er sýndur á risatjaldi.
Kl. 20:30
7. Fjölskyldu kvöldanga upp með Eyrará í Reyðarfirði.
Mæting við eyðibýlið Eyri við sunnanverðan Reyðarfjörð.
Gengið upp með Eyraránni að austanverðu og niður með henni að Vestanverðu. Gil og fosssar í ánni skoðaðir.
Fararstjóri Þóroddur Helgason, 8608331.
Verð krónur 1.000
Kl. 21:30
Kvöldvaka á Eyri við sunnanverðan Reyðarfjörð.
Lifandi tónlist og varðeldur.
Kvöldvakan er í boði Egersund Iceland.
Miðvikudagur 27.júní
Kl. 10:00
8. Skúmhöttur 881m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)
Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð kl 9:00 þar sem sameinast er í bíla.
Gangan heftst við bæinn Vöðla í Vöðlavík. Gengið upp Tregadal og þaðan á fjallið.
Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.
Verð krónur 2.000.
kl.18:00
9. Fjölskyldu ganga inn Seldal í Norðfirði.
Mæting við Eyðibýlið Seldal í Norðfirði.
Gengið inn með ánni og fossar og gilið skoðað.
Fararstjóri Sigurbjörg Hákonardóttir, 8931583.
Verð krónur 1.000
Kl 20.00
Kvöldvaka í boði Síldarvinnslunnar í Jónshúsi í Seldal.
Lifandi tónlist, sögur og veitingar í umsjá Ferðafélags Fjarðamanna.
Fimmtudagur 28.júní
Kl. 10:00
10. Hallberutindur 1118m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)
Mæting við Gangnamunna Fáskrúðsfjarðargangna, Fáskrúðsfjarðar megin.
Gengið af Stuðlaheiðar dals vegi upp innri Þverárdal og þaðan á fjallið.
Fararstjóri Þóroddur Helgason, 8608331.
Verð kr. 1.000.
Kl. 17.30
11. Fjölskyldu ganga inn að Hrútárfossi í Dölum.
Mæting við Bæinn Dali Fáskrúðsfirði sunnan Fáskrúðsfjarðargangna.
Gengið inn Dalinn að Hrútá og farið á bak við Hrútárfoss.
Fararstjóri Ármann Elísson, 8689589.
Verð kr. 1.000.
Kl. 20.00
Kvöldvaka í Norðurljósa húsi Íslands og Franska safninu á Fáskrúðsfirði.
Kvöldvaka og veitingar í umsjá Göngufélags suðurfjarða.
Verð kr.1.000
Föstudagur 29.júní
Kl. 10:00
12. Goðatindur 912m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)
Mæting við skíðaskálann í Oddsskarði.
Hátíðleg stund í lokin, þar sem verið er að klára fjöllin fimm í gönguvikunni.
Fararstjóri: Kristinn Þorsteinsson, 8647694.
Verð kr. 2.000.
Kl. 14.00
13. Fjölskyldu fjallganga á Sellátratind.
Mæting við skíðaskálann í Oddsskarði.
Gengið frá skíðaskálanum og upp Sellátradal og þaðan út á tindinn.
Þetta er jafnframt síðasta gangan í göngugarpaleik gönguvikunnar.
Fararstjóri Sædís Eva Birgisdóttir, 8461783.
Kl. 20:00
Sjóræningjakvöldvaka á Mjóeyri við Eskifjörð.
Lifandi tónlist, varðeldur, fjársjóðsleit og fleira
skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri.
Aðgangur ókeypis.
Laugardagur 30. Júní
Kl. 10:00
14. Víkurheiði-Hellisfjörður-Viðfjörður-Vöðlavík
Mæting á Víkurheiði á leiðinni til Vöðlavíkur.
Gengið af heiðinni og upp á Náttmálahnjúk. Þaðan um Jónsskarð, Kvígindisdal og Vindhálsöxl að Karlstöðum í Vöðlavík.
Leiðsögumaður: Sævar Guðjónsson, 698 6980.
Verð kr.3.000
kl 15:00
15. Ímadalur Vöðlavík.
Mæting við eyðibýlið Ímastaði í Vöðlavík. (4x4)
Gengið upp að Ímafossi og þaðan upp í dalinn að Ímagati og vatni í dalnum.
Veitingar á Karlstöðum í lok ferðar.
Fararstjóri Guðni Geirsson, 8457977.
Verð krónur 1.000.
Kl. 20:00
Lokakvöldvaka á Mjóeyri í boði TM og Eskju
Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veittar viðurkenningar Gönguvikunnar og fleira.
Aðgangur ókeypis. Nánar auglýst síðar.
Kl. 22.00 – 01.00
Sjóhúspartí á Randulffs sjóhúsi.
Andri Bergmann Þórhallsson sér um fjörið.
18 ára aldurstakmark.
Aðgangur kr. 1.000
Allar gönguferðirnar eru tölusettar og á göngukortinu
Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar
Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Tanna Travel á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar. Kortið kostar 15.000 kr.
Hægt er að kaupa göngukort Ferðafélags Fjarðamanna og Göngufélags Suðurfjarða á eftirtöldum stöðum.
Neskaupstaður: Fjarðasport, Nesbær og Hótel Edda
Eskifjörður: Randulffs-sjóhús, Shell skálinn og Ferðaþjónustan Mjóeyri.
Reyðarfjörður: Söluskáli Olís, Veiðiflugan og Íslandspóstur.
Stöðvarfjörður: Brekkan
Mjóifjörður: Sólbrekka
Egilsstaðir: Upplýsingamiðstöð ferðamanna
Fyrir unga göngugarpa:
Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.
Börn 12 ára og yngri geta hlotið nafnbótina Göngugarpur Gönguvikunnar með því að fara í allar fjölskyldugöngurnar sem eru á virku dögunum í gönguvikunni og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.
Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Fjarðabyggðar í fimm fjalla leiknum og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.
Náttúrfræðinámskeið fyrir 7-10 ára á vegum Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri verður alla virku dagana frá kl. 9.30 – 12.30.
Skemmtilegt og fræðandi námskeið. Börn göngugarpa hafa forgang að námskeiðinu.
Börnin fá viðurkenningu fyrir þátttökuna á lokakvöldvökunni.
Skráning er hjá Berglindi í síma 4771247 / 6960809 eða með pósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fjallagarpur gönguvikunnar:
Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjali er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu og gleðivikunnar, fyrir afrekið. Unglingar, fimmtán ára og yngri fá einnig viðurkenningu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali. Börn og unglingar verða að vera í fylgd fullorðinna.
Gönguvikufjöllin fimm eru:
Grákollur. 772m, Bunga 805m,Skúmhöttur 881m,Hallberutindur 1118 og Goðatindur 912m.
Sundlaugar í Fjarðabyggð:
Norðfjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, pottum, gufubaði, líkamsræktarstöð og frábærri sólbaðsaðstöðu. Opið virka daga frá 06:30-20:00 og um helgar frá 10:00-18:00.
Eskifjörður: Útilaug með vatnsrennibrautum, heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarstöð. Opið virka daga frá 06:30-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00.
Stöðvarfjörður: Lítil útilaug með heitum potti, opin virka daga frá 13:00-19:00, á laugardögum frá
13:00-17:00 og á sunnudögum frá 13:00-17:00.