Stjörnur og norðurljós

Á veturnar bjóðum við upp á rómantískar kvöldferðir þar sem við virðum fyrir okkur stjörnuhimininn og norðurljósin. Þar sem Mjóeyri er rétt utan við þéttbýlið Eskifjörð er stutt að fara út í myrkrið og njóta kyrrðarinnar.

Hellaskoðun

Í um 7 km fjarlægð frá Mjóeyri er 70-80 metra djúpur manngerður hellir.Hann er spennandi að skoða fyrir unga jafn sem aldna.

Hellirinn er aðeins um 100 metra frá vegi og er aðgengi að honum nokkuð gott. Fleiri spennandi og meira krefjandi hellar eru á svæðinu, sumir nær ókannaðir.

Fuglaskoðun

Á og við Mjóeyri er mikið og fjölskrúðugt fuglalíf. Á vorin eru leirurnar í botni Eskifjarðar fullar af fuglalífi. Á Gerpissvæðinu verpir stór hluti íslenski fuglaflórunnar og þar er víða hægt að fylgjast með fuglum í sínu náttúrulega umhverfi. Stutt er í fuglabjörg og lundabyggðir.
Á svæðinu eru einnig bjargdúfubyggðir sem auðvelt er að nálgast. Einnig slæðast hingað margir flækingsfuglar frá Evrópu.

Náttúruskoðun

Við hjá Mjóeyri bjóðum upp á náttúruskoðun af ýmsu tagi og teljum okkur vera með góða þekkingu hvað það varðar, auk þess sem staðsetning okkar er mjög hentug.

Héðan er stutt í fjölbreytta og óspillta náttúru.Fjaran er hér allt í kring og stutt er til fjalla. Lækir og tjarnir í nágrenninu búa yfir töfraheimi auk þess sem gróðurinn er mjög fjölbreyttur.

Þrjú friðlýst svæði eru í Fjarðabyggð, öll með sína sérstöðu. Fólkvangur í Neskaupstað, Friðland og fólkvangur í Hólmanesi við Eskifjörð og Helgustaðarnáma í Helgustaðarhrepp.