Gistiheimilið á Mjóeyri

Gistiheimilið Mjóeyri og  norðurljós
gistiheimilid og fjallid
mjoeyrin og holmatindur

Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð.

Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.

Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er gengið inn í morgunverðarsal. Á sólpallinum er stórt gasgrill sem gestum okkar er frjálst að nota.

Á Mjóeyri er einnig Baðhús, með þvottaaðstöðu, klósettum, sturtum, sauna og heitum potti.